Hannes Grimm leikmaður Gróttu og Kári Tómas Hauksson leikmaður HK verða í leikbanni í næsta leik liðanna í Olísdeild karla. Þeir voru hvor um sig úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær og taka úr bannið annað kvöld þegar lið þeirra eigast við.
Hannes hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik Gróttu og Fram í Olísdeild karla í Hertzhöllinni fimmtudaginn 19. september. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 b.
Kári Tómas var aftur á móti útlokaður vegna ódrengilegrar hegðunar í leik Fjölnis og HK í Olísdeild karla sem fram fór í Fjölnishöllinni föstudaginn 20. september. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a.
Kári Tómas og Hannes taka út leikbannið annað kvöld þegar lið þeirra, HK og Grótta, mætast í Kórnum.
Brot Kristófers Ísaks Bárðarsonar leikmanns ÍBV og Ingvars Dags Gunnarssonar, FH, sem einnig voru útlokaðir í leikjum í Olísdeildinni voru ekki metin þannig að þau kölluðu á leikbann. Báðir eru minntir á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.