- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðan gæti verið erfiðari

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, ræðir við sína menn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Staðan gæti verið erfiðari. Ég hefði miklar áhyggjur ef ég væri með lið sem berðist ekki inn á vellinum. Við erum að berjast til síðasta blóðdropa og reyna en enn sem komið er hefur það ekki skilað okkur stigi,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari karlaliðs KA eftir 11 marka tap fyrir Val, 38:27, í upphafsleik 4. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Olísdeildinni í kvöld.

„Við vorum á pari við Valsliðið fyrstu 15 mínúturnar en þá tók við hræðilegur sóknarkafli hjá okkur sem gaf Val færi á að ná fimm til sex marka forskoti. Eftir það var róðurinn erfiður,“ sagði Halldór Stefán sem var átta mörkum undir í hálfleik, 20:12.

„Við byrjuðum ágætlega í síðari hálfleik og náðum að minnka muninn niður í sex mörk rétt fyrir miðjan síðari hálfleik. Í þeirri stöðu fengum við á okkur slæmar tvær mínútur sem gerðu okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór Stefán sem var ánægður með sóknarleikinnn, lengst af leiksins. „Við sköpuðum mörg færi og spiluðum vel bróðurpart leiksins. Björgvin Páll [markvörður Vals] varði vel.

Gerum okkur grein fyrir vandanum

Hinsvegar vorum við ekki góðir í vörninni og þar af leiðandi var markvarslan sáralítil. Þessi tvö atriði hanga oft saman. Við gerum okkur grein fyrir þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir varðandi varnarleikinn og teljum okkur vita hver lausnin er. Við verðum bara að halda áfram að vinna í að kalla fram lausnina. Þegar það smellur þá tel ég að hlutirnir snúist fljótt við hjá okkur til betri vegar. Lausnin verður ekki til nema að við köllum hana fram með meiri æfingum,“ sagði Halldór Stefán.

Nýir menn að koma inn

Til viðbótar segir Halldór Stefán að tíma taki að spila Bjarna Ófeig Valdimarsson inn í liðið. Bæði sé hann nýr hjá liðinu og nýlega stiginn upp úr hásinarsliti. Línumaðurinn sem KA fékk í sumar, Kamil Pedryc, meiddist fljótlega eftir komuna til landsins og er jafnt og þétt að komast í leikform samhliða því að aðlagast aðstæðum í nýju landi og með nýjum samherjum.

Hugur í mönnum

„Við erum eftir á en það sem er þó miklvægt í þessari stöðu er að hugur er í mönnum. Þeir hafa trú á að geta snúið taflinu við,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA í samtali við handbolta.is í kvöld.

Valsmenn risu upp á afturfæturna

Við þurftum bara á sigri að halda

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -