Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskona í handknattleik og hornamaður úr Fram rauf í dag 400 marka múrinn með landsliðinu þegar hún skoraði níunda mark Íslands gegn Pólverjum á æfingamótinu í Cheb í Tékklandi. Hún er þriðja markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og sú þriðja sem skorar fleiri en 400 mörk.
Íslenska liðið tapaði leiknum með 11 marka mun, 26:15.
Þórey Rósa lék fyrri hálfleikinn og skoraði eitt mark í leiknum og hefur þar með skoraði 400 mörk í 138 landsleikjum.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir er sem fyrr sú sem skorað hefur flest mörk fyrir landsliðið, 620. Hún einnig leikjahæst með 170 landsleiki. Hanna Guðrún Stefánsdóttir er í öðru sæti með 458 mörk í 142 leikjum. Þar á eftir kemur Þórey Rósa en á hæla hennar fylgja tveir aðrir Framarar, Guðríður Guðjónsdóttir og Karen Knútsdóttir.
Hér eru þær sem hafa skorað fleiri en 200 mörk fyrir kvennalandsliðið.
Leikmaður: | Leikir: | Mörk: |
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir | 170 | 620 |
Hanna Guðrún Stefánsdóttir | 142 | 458 |
Þórey Rósa Stefánsdóttir | 138 | 400 |
Guðríður Guðjónsdóttir | 80 | 372 |
Karen Knútsdóttir | 106 | 371 |
Rakel Dögg Bragadóttir | 102 | 304 |
Arna Sif Pálsdóttir | 150 | 282 |
Dagný Skúladóttir | 119 | 274 |
Halla María Helgadóttir | 66 | 273 |
Rut Arnfjörð Jónsdóttir | 115 | 224 |
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir | 102 | 224 |
Stella Sigurðardóttir | 72 | 205 |
Sjá einnig: Erfiðleikar í sókninni og 11 marka tap í Cheb