- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnór, Tjörvi, Elmar, Óðinn, staðan

Tjörvi Týr Gíslason fyrir miðri mynd með Arnór Þór Gunnarsson sér til hægri handar. Ljósmynd/Bergischer HC
- Auglýsing -
  • Bergischer HC vann N-Lübbecke með 13 marka mun á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik á útivelli í gærkvöld, 34:21. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þá tók Bergischer HC völdin í þeim síðari og skoraði tvö mörk á móti hverju einu sem liðsmenn N-Lübbecke skoruðu.  
  • Arnór Þór Gunnarsson er þjálfari Bergischer HC. Liðið hefur unnið fjórar fyrstu viðureignir tímabilsins í deildinni og trónir í efsta sæti. GWD Minden er stigi á eftir í öðru sæti. Efstu liðin tvö mætast í 5. umferð á föstudaginn á heimavelli Bergischer 
  • Tjörvi Týr Gíslason lék að vanda með Bergischer HC en skoraði ekki mark að þessu sinni. Hann var fastur fyrir í vörninni. 
  • Elmar Erlingsson skoraði ekki mark en átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans, NordhornLingen, tapaði fyrir Hüttenberg, 26:21, á útivelli í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Nordhorn hefur unnið einn leik af fjórum til þessa í deildinni og er í 15. sæti af 18 liðum. 
  • Óðinn Þór Ríkharðsson var ekki í leikmannahópi Kadetten Schaffhausen þegar liðið vann RTV 1879 Basel, 34:31, í Basel í gær í svissnesku A-deildinni í handknattleik.  Kadetten er sem fyrr efst í deildinni. Liðið hefur nú 12 stig eftir sjö leiki.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -