Íslendingarnir hjá þýska liðinu Gummersbach fögnuðu sigri í heimsókn til nýliða Bietigheim í suður Þýskalandi í upphafsleik fimmtu umferðar þýsku 1. deildarinnar, 32:30. Stigin tvö færðu Gummersbach upp í sjötta sæti deildarinnar með þrjá vinninga af fimm mögulegum.
Elliði Snær Viðarsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach í sjö skotum og var næst markahæstur á eftir Giorgi Tskhovrebadze og Kentin Mahé sem skoruðu sjö mörk hvor. Guðjón Valur Sigurðsson var að vanda við hliðarlínuna að stjórna leikmönnum sínum.
Teitur Örn Einarsson, sem meiddist í leik með Gummersbach, var skráður í leikmannahóp liðsins í dag. Hann fór hinsvegar ekki með liðinu til Bietigheim.
Nokkuð er um meiðsli í leikmannahópi liðsins. M.a. verður landsliðsmaðurinn Julian Köster frá keppni næstu vikur eins og Teitur Örn.
Önnur úrslit í dag:
Füchse Berlin – Erlangen 30:27.
Stuttgart – Wetzlar 23:26.
Staðan í þýsku 1. deildinni: