Fimm leikir fara fram í fjórum deildum Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Þráðurinn verður tekinn upp á ný í Olísdeild kvenna að loknu hálfs mánaðar hléi með tveimur viðureignum. Þrjú efstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. Þar á meðal mætast Reykjavíkurstórveldin, Fram og Valur, í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal klukkan 19.30. Fram og Valur eru einu taplausu lið Olísdeildar kvenna.
Nýliðar Olísdeildar kvenna, Grótta, sækir Hauka heim á Ásvelli klukkan 18.
Á Ásvöllum hefst einnig 5. umferð Olísdeildar karla með viðureign Hauka og HK klukkan 20.15, eftir leikinn í Olísdeild kvenna.
Til viðbótar mætast tvö efstu lið Grill 66-deildar kvenna, HK og Afturelding, í Kórnum klukkan 18.
Beinar útsendingar
Leikjum Olísdeilda kvenna og karla auk viðureignarinnar í Grill 66-deild kvenna verður hægt að fylgjast með í Handboltapassanum. Einnig verður opin og bein útsending í sjónvarpi Símans frá leik Fram og Vals.
Eftirvænting á Selfossi
Eftirvænting ríkir á Selfossi fyrir viðureign Mílunnar og Selfoss2 í 2. deild karla. Leikið verður í Sethöllinni á Selfossi. M.a. verður bein útsending frá leiknum á SelfossTV. Hlekkur á útsendingu er neðst í þessari grein.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
Ásvellir: Haukar – Grótta, kl. 18.
Lambhagahöllin: Fram – Valur, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild karla:
Ásvellir: Haukar – HK, kl. 20.15.
Grill 66-deild kvenna:
Kórinn: HK – Afturelding, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
2. deild karla:
Sethöllin: Mílan – Selfoss2, kl. 20.30.
Staðan og næstu leikir í 2. deild karla.