Mikil eftirvænting ríkir fyrir handboltarimmu Selfossliðanna Mílunnar og Selfoss2 í 2. deild karla í handknattleik í kvöld. Viðureignin fer fram í Sethöllinni og hefst klukkan 20.30. Mílan skráði sig til leiks á ný í haust til keppni í 2. deild.
Þeir sem ekki komast í Sethöllina eiga þess kost að fylgjast með útsendingu frá leiknum á SelfossTV. Hlekkur á útsendinguna er neðst í þessari frétt.
Síðustu daga hafa leikmenn sópast til Mílunnar, eins og skýrt kemur fram á félagaskiptasíðu HSÍ. Hafi tíðindaritari handbolta.is ekki skriplað á skötu við talninguna hafa ekki færri en 17 leikmenn fengið félagaskipti á síðustu dögum. Flestir frá Selfossi en einnig frá öðrum félögum s.s. HK og Þrótti.
Svo er bara að bíða og sjá hvort ungu leikmenn Selfoss2 hlaupa af sér reynslumennina í Mílunni.
Selfoss2 hefur þegar unnið einn leik í 2. deild á leiktíðinni. Viðureignin í kvöld er hinsvegar sú fyrsta hjá leikmönnum Mílunnar.