- Auglýsing -
„Við töpuðum bara í hörkuleik en engu að síður er ég ánægður með strákana. Við náðum góðum kafla í seinni hálfleik, jöfnuðum metin en misstum þá aftur frá okkur. Meðal annars misstum við Bernard út og þá riðlaðist leikur okkar. Því miður vorum við í basli í sóknarleiknum allan tímann. Þar lá munurinn,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR í samtali við samfélagsmiðla KA eftir tapið fyrir KA, 28:24, í 5. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu.
Lengra myndskeiðsviðtal sem handbolti.is fékk sent frá KA-mönnum er að finna hér fyrir ofan.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Auglýsing -