- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fredericia HK er komið á kunnuglegar slóðir

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Danska handknattleiksliðið Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og tveir íslenskir handknattleiksmenn leika með, er komið á kunnulegar slóðir í dönsku úrvalsdeildinni eftir sigur á SönderjyskE á útivelli í gærkvöld, 30:29. Eftir tvo sigurleiki í röð er Fredericia HK komið upp í fjórða sæti deildarinnar með sex stig að loknum fimm leikjum.

Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson skoruðu eitt mark hvor í leiknum í gær sem þótti afar spennandi. Einar Þorsteini var einu sinni vikið af leikvelli.

GOG er efst í úrvalsdeildinni með 10 stig eftir fimm leiki. Meistarar síðasta tímabils, Aalborg Håndbold, er í öðru sæti með átta stig eins og Nordsjælland sem komið hefur á óvart í fyrstu umferðunum. Fredericia HK, Kolding og Bjerringbro/Silkeborg eru næst á eftir með sex stig hvert.

Fredericia HK lék til úrslita um danska meistaratitilinn í vor.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -