- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA bryddar upp á pallborði fyrir heimaleiki sína í vetur

Frá fyrsta pallborðinu fyrir leik KA og ÍR í Olísdeild karla í KA-heimilinu í gær. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


KA bryddar upp á þeirri nýbreytni fyrir heimaleiki karlaliðsins í handknattleik í vetur að vera með pallborðsspjall en þá eru kallaðir til þjálfari Olísdeildarliðs félagsins ásamt þjálfara gestaliðsins.


Pallborðið er opið fyrir áhorfendur. Þjálfarar liðanna, Halldór Stefán Haraldsson, KA, og Bjarni Fritzson, ÍR, sögðu frá leiknum sem stóð fyrir dyrum, fóru yfir leikina sem voru að baki og stöðu liðanna í deildinni. Einnig svöruðu þjálfararnir spurningum úr sal.

Fyrsta pallborðið var fyrir viðureign KA og ÍR í KA-heimilinu í gær undir röggsamri stjórn Jón Þórs Kristjánssonar. Úr varð skemmtileg upphitun fyrir áhorfendur. Tókst vel til og ljóst að þráðurinn verður tekinn upp í pallborðinu fyrir næsta heimaleik KA-liðsins gegn HK 17. október. Þá mætir Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA ásamt Halldóri Jóhanni Sigfússyni þjálfara HK. Halldór Jóhann er öllu hnútum kunnugur í KA-heimilinu.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Olísdeildir – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -