- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már skoraði sitt 300. mark fyrir Veszprém

Bjarki Már Elísson leikmaður Veszprém. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik skoraði í gær sitt 300. mark fyrir ungverska meistaraliðið Veszprém í sigurleik á Éger, 39:25, á útivelli í ungversku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki Már gerði gott betur vegna þess að hann var markahæstur leikmanna Veszprém að þessu sinni með átta mörk.

Bjarki Már samdi við Veszprém fyrir hálfu þriðja árið og lék sína fyrstu leiki með liði félagsins haustið 2022. Síðan þá hefur Veszprém tvisvar orðið ungverskur meistari og unnið bikarkeppnina í tvígang. Vezprém varð heimsmeistari félagsliða í síðustu viku.

Tímamótamark Bjarka Más í leiknum í gær var sjöunda mark Veszprém eftir því sem næst verður komist.

Nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða fóru á kostum í heimsókninni til Eger í gær og voru þegar komnir með 10 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:10.

Mikil eftirvænting

Margir bíða með eftirvæntingu eftir næsta leik Veszprém en þá tekur liðið á móti rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest sem Haukur Þrastarson leikur með. Xavi Pascual, sem tók við þjálfun Veszprém í sumar var áður þjálfari Dinamo um þriggja ára skeið.

Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fer fram á fimmtudaginn í Ungverjalandi.

[email protected]

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -