Elvar Örn Jónsson og félagar í MT Melsungen unnu öruggan sigur á FC Porto í Portúgal í kvöld, 29:24, en liðin eru með Val og HC Vardar í riðli Evrópudeildinni í handknattleik karla. Porto verður næstu andstæðingur Vals í keppninni. Liðin mætast í Kaplakrika eftir viku en sama dag og sama stað mætast FH og Gummersbach einnig í riðlakeppni Evrópudeildar.
Elvar Örn skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir þýska liðið. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson var næst markahæstur hjá Porto með fjögur mörk. Þetta var fyrsti leikur Þorsteins Leó fyrri nýja húsbændur sína í Evrópukeppni.
Nebjosa Simic markvörður Melsungen átti stórleik og gerði frammistaða hans gæfumuninn.
Guðmundur Bragi í Frakklandi
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði þrjú mörk og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur þegar Bjerringbro/Silkeborg sótti Montpellier heim og tapaði með 14 marka mun, 40:26. Staðan var 23:13 að loknum fyrri hálfleik.
Gamla brýnið Morten Olsen var markahæstur hjá Bjerringbro/Silkeborg með sex mörk.
Percy Karlsson og Arthur Lenne voru atkvæðamestir hjá Montpellier með fimm mörk hvor.
Montpellier og Bjerringbro/Silkeborg eru í B-riðli ásamt pólska liðinu Grónik Zabrze og Fraikin BM. Granollers frá Spáni.
Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 1. umferð, úrslit
Elliði Snær markahæstur – Tryggvi, Stiven og Óðinn Þór