- Auglýsing -
Elías Már Halldórsson og liðsmenn hans í Fredrikstad Bkl. höfðu aftur ástæðu til að gleðjast í kvöld þegar liðið vann sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í úrvalsdeild kvenna í handknattleik.
Aðeins eru þrír dagar síðan Fredrikstad Bkl. innsiglaði þátttökurétt í Evrópudeildinni í handknattleik og nú eftir fjórar tapleiki í deildinni fékk það sín fyrstu stig í deildinni.
Fredrikstad Bkl. vann Fana með 11 marka mun á heimavelli, 31:20. Sannkallaður stórsigur eftir fremur jafnan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 15:13, Fredrikstad Bkl. í vil.
Leikmenn Fredrikstad Bkl. léku við hvern sinn fingur í síðari hálfleik og skildu Byåsen og Haslum eftir stiglaus í tveimur neðstu sætunum.
- Auglýsing -