- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki og félagar fóru illa með Hauk og samherja – fjórða tap Wisla Plock

Viktor Gísli Hallgrímsson í marki Wisla Plock í Berlin í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða, ungverska meistaraliðið Veszprém, fóru illa með rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest í viðureign liðanna í 4. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Tólf mörk skildu liðin að þegar upp var staðið í Veszprém í kvöld, 36:24. Þetta var fyrsta tap Hauks Þrastarsonar og samherja í Dinamo í Meistaradeildinni sem kemur þó ekki í veg fyrir að liðin tvö sem mættust eru jöfn að stigum, hvort með sín sex stig.

Fjögur íslensk mörk

Bjarki Már Elísson kom talsvert við sögu í leiknum og skoraði m.a. þrjú mörk fyrir Veszprém. Haukur skoraði eitt mark fyrir Dinamo. Hann er ekki skráður fyrir stoðsendingu.

Talsverð eftirvænting

Leiknum var beðið með talsverðri eftirvæntingu af hálfu stuðningsmanna beggja liða. Xavi Pascual, þjálfari Veszprém, hætti þjálfun Dinamo í sumar eftir þriggja ára starf til þess að flytja sig yfir landamærin til Ungverjalands. Eins var David Davis sem tók við þjálfun Dinamo í sumar þjálfari Veszprém frá 2018 til 2021.

Remili markahæstur

Nedim Remili var markahæstur hjá Veszprém með sex mörk. Hugo Descat og Sergei Kosorotov skoruðu fimm mörk hvor. Haniel Langaro var markahæstur hjá Dinamo með sex mörk.

Sjá einnig: Misstu vænlega stöðu niður í jafntefli í Pelister – Íslendingar töpuðu í París en unnu í Zagreb

Hvorki gengur né rekur

Hvorki gengur né rekur hjá Viktori Gísla Hallgrímssyni og samherjum í pólska meistaraliðinu Wisla Plock í Meistaradeildinni. Þeir töpuðu fjórða leiknum í kvöld þegar þeir sóttu Füchse Berlin heim, 25:24.

Í jöfnum leik var þýska liðið sterkara þegar kom fram í síðari hluta síðari hálfleiks. Engu að síður tókst Tim Cokan að jafna metin fyrir Wisla, 24:24, úr vítakasti þegar hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Svíinn Jerry Tollbring skoraði sigurmark Füchse fimm sekúndum fyrir leikslok, 25:24.
Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.

Mathias Gidsel og Mijajlo Marseni skoruðu sex mörk hvor fyrir Füchse og Tobias Reichmann gerði fimm mörk. Tim Cokan skoraði fimm mörk fyrir Wisla og Gergo Fazekas fjögur.

Viktor Gísli Hallgrímsson var meginhluta leiksins í marki Wisla og varði 8 skot, 26%.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -