- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding notaði tækifærið – Stjarnan lagði toppliðið og Eyjamenn fögnuðu heima

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Afturelding notaði tækifærið sem gafst í kvöld og tyllti sér á topp Olísdeildar karla þegar sjötta umferð deildarinnar hófst. Grótta, sem var í efsta sæti áður en flautað var til leiks, tapaði naumlega fyrir Stjörnunni í Garðabæ, 30:29. Á sama tíma unnu Mosfellingar öruggan sigur á HK í Kórnum, 32:24.

Ákafir Eyjamenn

Í Vestmannaeyjum sýndu leikmenn ÍBV sparihliðarnar í síðari hálfleik. Þeir lögðu mikinn ákafa í leik sinn og sýndu Haukum enga miskunn, lokatölur, 32:29. Haukar hafa þar með aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og eru fallnir niður fimmta sæti með stigin sjö eftir sjö leiki. Þeir gætu færst neðar eftir leikina sem fram fara í Olísdeildinni annað kvöld.

Andri lét til sín taka

ÍBV er á hinn bóginn komið upp í fjórða sæti, hvort sem það verður til lengri eða skemmri tíma. Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV, vakti enn einu sinni athygli fyrir góðan leik í kvöld. Hann skoraði sex mörk og var með átta sköpuð færi ef marka má tölfræði HBStatz.

Brenndu sig ekki á sama soðinu tvisvar

Stjarnan kippti Gróttu niður úr efsta sæti Olísdeildar í hörkuleik í Hekluhöllinni í kvöld. Lengi vel leit þó út fyrir að Grótta færi með stigin tvö í farteskinu vestur á Nes. Liðið var með yfirhöndina framan af síðari hálfleik og átti þess kost að ná fjögurra marka forskoti upp úr miðjum hálfeiknum. Af því varð ekki.

Stjarnan sneri taflinu við og komst yfir og brenndi sig ekki á sama soðinu tvisvar, minnug leiksins við Fjölni á síðasta föstudag þegar Fjölnismenn skoruðu þrjú síðustu mörkin og sendu Stjörnumenn heim tómhenta.

Ísak Logi lék vel

Hinn ungi Ísak Logi Einarsson átti fantagóðan leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði m.a. níu mörk. Eins mætti Starri Friðriksson til leik eftir fjarveru vegna meiðsla. Sveinn Andri Sveinsson er ennþá fjarverandi vegna meiðsla og ómögulegt að segja hvað piltur verða lengi fjarri góðu gamni.

Einar Baldvin í ham

Eins og áður segir þá komst Afturelding í efsta sæti Olísdeildar með öruggum sigri á HK, 32:24. Varnarleikur og markvarsla Aftureldingar lagði grunn að sigrinum. Einar Baldvin Baldvinsson markvörður átt annan góðan leik í röð í marki Aftureldingar. Birgir Steinn Jónsson og Blær Hinriksson voru að vanda aðsópsmiklir í sókninni.

Fyrsti leikirnir

Sigurjón Bragi Atlason og Aron Valur Gunnlaugsson léku í kvöld í fyrsta sinn með meistaraflokki Aftureldingar í Olísdeildinni. Ungir piltar úr röðum félagsins sem láta ljós sitt skina. Aron Valur skoraði eitt mark í frumraun sinni.

HK er næst neðst með þrjú stig og sækir næst heim KA sem er í neðsta sæti. Liðin gætu haft sætaskipti annað kvöld ef KA-mönnum tekst vel upp í heimsókn sinni í Lambhagahöllina annað kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

ÍBV – Haukar 32:29 (14:15).
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 6, Dagur Arnarsson 6/1, Kári Kristján Kristjánsson 5/1, Nökkvi Snær Óðinsson 4, Gauti Gunnarsson 3, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Jason Stefánsson 1, Daniel Esteves Vieira 1, Marino Gabrieri 1, Sveinn Jose Rivera 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 17, 37,8% – Pavel Miskevich 0.
Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 7, Birkir Snær Steinsson 4, Andri Fannar Elísson 4/3, Össur Haraldsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Freyr Aronsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Geir Guðmundsson 1, Hergeir Grímsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 15/1, 36,6% – Aron Rafn Eðvarðsson 3, 37,5%.

Tölfræði HBStatz.

Stjarnan – Grótta 30:29 (16:15).
Mörk Stjörnunnar: Ísak Logi Einarsson 9, Tandri Már Konráðsson 8, Hans Jörgen Ólafsson 4, Starri Friðriksson 4, Pétur Árni Hauksson 2, Daníel Karl Gunnarsson 1, Jóel Bernburg 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 14.
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 6, Sæþór Atlason 6, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 5, Ágúst Ingi Óskarsson 4, Atli Steinn Arnarson 3, Jakob Ingi Stefánsson 3, Ari Pétur Eiríksson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 9, Hannes Pétur Hauksson 3.

Tölfræði HBStatz.

HK – Afturelding 24:32 (12:14).
Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 5, Júlíus Flosason 5, Leó Snær Pétursson 4/2, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Tómas Sigurðarson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Kári Tómas Hauksson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 9/1, 25,7% – Róbert Örn Karlsson 3, 33,3%.
Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8/1, Ihor Kopyshynskyi 6, Blær Hinriksson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Hallur Arason 3, Harri Halldórsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Aron Valur Gunnlaugsson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14, 37,8%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -