- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður skriður á Holstebro undir stjórn Arnórs

Arnór Atlason þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro og aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro færðust upp í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar um helgina eftir góðan sigur á útivelli á grannliðinu, Skjern, 29:25. Skjern er aftur á móti í basli en liðið hefur verið í hópi bestu liða Danmerkur undangengin ár.


Arnór tók við þjálfun TTH Holstebro sumarið 2023 eftir nokkur erfið tímabil hjá liði félagsins. Það lék í umspili um að forðast fall úr deildinni í vor og einnig árið á undan. Eftir björgun frá falli í vor tók við uppstokkun hjá Arnóri sem virðist vera að færa liðið inn á rétta braut. Arnór er nú í fyrsta sinn í stól aðalþjálfara eftir að hafa um fimm ára skeið verið aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold eftir að handknattleiksferlinum lauk.

Jón Ísak Halldórsson, sem sagt var frá í síðustu viku, þegar hann var í liði Holstebro í fyrsta sinn var ekki í leikmannahópnum sem vann Skjern.

TTH Holstebro hefur níu stig eftir sjö leiki í fjórða sæti. Reyndar getur liðið fallið niður um eitt sæti í kvöld takist Fredericia HK að vinna næsta neðsta liðið, Ribe-Esbjerg, í Blue Water Dokken í Esbjerg.

Donni lék í Álaborg

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í Skanderborg AGF töpuðu í gærkvöld fyrir meisturum Aalborg Håndbold í Sparekassen Danmark Arena í Álaborg, 28:24, að viðstöddum 5.500 áhorfendum, uppselt. Donni skoraði þrjú mörk.

Skanderborg AGF situr sem stendur í níunda sæti með sex stig að loknum sjö leikjum. Álaborgarliðið í er öðru sæti með 10 stig, fjórum stigum á eftir GOG sem unnið hefur allar viðureignir sínar í deildinni.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -