- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur og Haukar ekki í sama flokki þegar dregið verður í Evrópubikarnum

Leikmenn Hauka í sjöunda himni eftir tvo sigurleiki í Belgíu í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar. Ljósmynd/Haukar topphandbolti
- Auglýsing -


Dregið verður á morgun, þriðjudag, í aðra umferð eða 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Nöfn Vals og Hauka verða í skálunum þegar dregið verður. Ekki er hægt að útiloka að íslensku liðin dragist saman vegna þess að þau eru hvort í sínum flokknum.

Hafist verður handa við að draga klukkan 14 að íslenskum tíma í höfuðstöðvum EHF í Vínaborg. Hlekkur á útsendinguna er neðst í fréttinni.

Haukar unnu belgíska liðið KTSV Eupen samanlagt með 35 marka mun í fyrstu umferð en báðar viðureignir fór fram í Belgíu 5. og 6. okótber.

Íslandsmeistarar Vals áttu heldur ekki í teljandi erfiðleikum gegn Zaslgiris Kaunas í tveimur leikjum í Litáen fyrir rúmri viku. Valur vann samanlagt með 20 mörkum.

Tekist á í leik Vals við Zaslgiris Kaunas í Evrópubikarkeppninni fyrir rúmri viku.

Ráðgert er að leikir fyrri umferðar 32-liða úrslita fari fram helgina 9. og 10. nóvember og síðari leikirnir helginni síðar.

Auk Vals og Hauka þá er sænska liðið Kristianstad, sem Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leika með, í keppninni. Kristianstad er í sama flokki og Haukar og geta þar með orðið andstæðingur Vals.

Pottur 1:Pottur 2:
HC Dalmatinka (Kr)Atzgersdorf (Aus)
Hazena Kynzvart (Té)Garabagh HC (Aser)
Conservas Orbe (Sp)HRK Grude (Bos)
Málaga (Sp)DHC Slavia Prag (Té)
A.C. PAOK (Gr)Valladolid (Sp)
O.F.N. Ionias (Gr)H71 (Fær)
ValurHaukar
Jomi Salerno (Ít)Handball Erice (Ít)
WHC Cair Skopje (NM)KHF Istogu (Kó)
JuRo Unirek (Ho)HB Dudelange (Lú)
Urbis Gniezno (Pó)ADA de Sao Pedro (Por)
Madeira Andebol (Por)Colégio Gaia (Por)
Zeleznicar (Ser)ZORK Jagodina (Ser)
Michalovce (Slkí)Kristianstad HK (Sv)
Görele BSK (Ty)Bursa Buyuksehir (Ty)
Galychanka Lviv (Úkr)Üsküdar B.S.K. (Ty)
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -