- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó mætti til leiks á ný – sjö marka sigur Leipzig

Viggó Kristjánsson er sagður á leiðinni til HC Erlangen á nýju ári. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson lék á ný með SC DHfK Leipzig í kvöld eftir nærri mánaða fjarveru vegna meiðsla. Seltirningurinn lét til sín taka, skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar í sjö marka sigri Leipzig á HC Erlangen, 32:25, á heimavelli. Ekkert markanna skoraði Viggó úr vítaköstum.

Andri Már Rúnarsson var að vanda með SC DHfK Leipzig. Hann skoraði tvisvar og gaf tvær stoðsendingar.

Erlangen var marki yfir að loknum fyrri hálfleik í QUARTERBACK Immobilien ARENA í Leipzig, 17:16. Heimamenn sneru taflinum við í síðari hálfleik.

SC DHfK Leipzig, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, er í hópi sex liða sem sitja í fimmta til 10. sæti með átta stig.

Erlangen er í 15. sæti með tvö stig eftir sex umferðir.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -