„Við vissum það fyrir leikinn að erfitt yrði að koma hingað og sækja sigur. Ég er hinsvegar ósáttur við að vinna ekki leik í KA-heimilinu þegar við skorum 34 mörk,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs HK eftir eins marks tap fyrir KA, 35:34, í 7. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld.
„Við vorum bara alveg glórulausir í vörninni á köflum í leiknum, stjórnlausir og hlupum út og suður. Náðum ekki að finna réttu vörnina fyrr en við erum komnir fimm mörkum undir. Þá náðum við góðum varnarkafla áður en leikurinn fór frá okkur aftur,“ sagði Haldór Jóhann.
Lengra myndskeiðsviðtal er við Halldór Jóhann á myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Halldór Jóhann var að vonum súr eftir tap í KA heimilinu í kvöld @handkastid @handboltiis pic.twitter.com/sGOA7WF3PP
— KA (@KAakureyri) October 17, 2024
KA hafði sætaskipti við HK á botnum – ÍR lagði Fram
Númer eitt, tvö og þrjú var að vinna leikinn
Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.