- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitthvað að í undirbúningi okkar og dýrar ákvarðanir dómara

Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


„Það að við skoruðum aðeins fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins er eitthvað sem skrifast á þjálfarateymið við undirbúning leiksins eða uppsetningu hans. Við verðum að setjast yfir það atriði,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðs ÍBV í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir 11 marka tap ÍBV fyrir Aftureldingu, 38:27, í sjöundu umferð Olísdeildar karla að Varmá. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 19:9.

Tvö rauð spjöld

Vængbrotið lið ÍBV sem var án Dags Arnarssonar, Ísaks Rafnssonar og Ívars Bessa Viðarssonar byrjaði leikinn illa og var undir, 13:4, eftir 20 mínútna leik. Ofan á allt fengu tveir leikmenn ÍBV, Kristófer Ísak Bárðarson og Sigtryggur Daði Rúnarsson, beint rautt spjald, þar bættist blátt spjald við rauða spjaldið sem Sigtyggur fékk. Annar eftir liðlega 10 mínútur og hinn að loknum rúmum 20 mínútum.

Vonarneisti

„Mér fannst vakna vonarneisti hjá okkur í upphafi síðari hálfleiks. Okkur tókst að minnka muninn í fimm mörk, 20:15, og fengum vítakast til að minnka forskot Aftureldingar í fjögur mörk. Kári klikkaði á vítinu og í kjölfarið unnum við boltann í vörn og skoruðum. Munurinn hefði getað farið niður í þrjú mörk. Í stað þess rann leikurinn aftur frá okkur. Svona eru íþróttir,“ sagði Magnús sem lauk lofsorði á unga leikmenn ÍBV-liðsins. „Þeir eiga skilið hrós fyrir að halda áfram í stað þess að leggja árar í bát sem var annar möguleiki í stöðunni,“ bætti Magnús við.

Máttum ekki við rauðum spjöldum

„Það gaf hinsvegar auga leið að við máttum ekki við því að missa tvo leikmenn af velli í fyrri hálfleik með rautt spjald, annan sýnu reyndari en hinn, að vísu. Þar með var full mikil ábyrgð lögð á herðar þeirra ungu sem eftir voru en á sama tíma er þetta dýrmæt reynsla fyrir piltana.“

Gerðum út um leikinn strax í fyrri hálfleik

Setur við spurningamerki

Magnús var óhress með ákvaðanir dómara leiksins að gefa leikmönnum ÍBV rautt spjald í leiknum. Ekki síst var Magnús óánægður með fyrra rauða spjaldið sem Kristófer Ísak fékk eftir liðlega 10 mínútna leik.

„Mér fannst dómgæslan fín en ég set samt spurningamerki við rauða spjaldið sem Kristófer fékk. Þar verða menn að lesa leikinn. Kristófer varðist með handleggina á lofti. Hann sneri sér síðan við, setti handleggina niður og línumaður Aftureldingar stendur við síðuna á honum og fær olnboga Kristófers í bringuna á sér. Leggst svo niður og heldur um andlitið. Samt er dómararnir vissir í sinni sök að Kristófer hafi gefið línumanninum olnbogaskot. Mér finnst frekar dapurt að ætla leikmanni það snúa sér við og gefa einhverjum olnbogaskot í andlitið,“ sagði Magnús af yfirvegun.

Áttu að nýta VAR

„Á sama tíma og VAR er fyrir hendi sem gaf dómurunum tækifæri til skoðað atvikið og taka af allan vafa áður en þeir felldu sinn dóm. Ef þeir hefðu nýtt VAR er ég viss um að þeir hefðu ekki gefið Kristófer rautt spjald. Þetta er hrikalega dýr ákvörðun. En það eru allir af æfa sig,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðs ÍBV í samtali við handbolta.is að Varmá í gærkvöld.

KA hafði sætaskipti við HK á botninum – ÍR lagði Fram

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -