- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sóknarleikur var í öndvegi þegar meistararnir mættu á Nesið

Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Vals, skoraði 11 mörk í kvöld gegn sínu gamla liði. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Leikmenn Gróttu og Vals létu áhyggjur af varnarleik lönd og leið þegar lið þeirra mættust í kvöld í síðasta leik sjöttu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Sóknarleikurinn var í öndvegi. Fyrir vikið voru skoruð 68 mörk í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Af þeim skoraði Valur 38 en Grótta 30. Staðan var 20:14 þegar fyrri hálfleikur var að baki.

Valur er þar með áfram með hámarksfjölda stiga að loknum sex umferðum. Þremur stigum á undan Fram sem er í öðru sæti. Nýliðar Gróttu eru ásamt ÍR í öðru af tveimur neðstu sætum Olísdeildar með tvö stig eins og ÍR.

Hlé vegna landsleikja

Framundan er nærri tveggja vikna hlé á keppni í Olísdeild kvenna vegna æfinga landsliðsins og tveggja vináttuleikja við pólska landsliðið hér á landi föstudaginn eftir viku og daginn eftir. Leikirnir eru liður í undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst 28. nóvember.

Gróttuliðinu tókst að velgja Valsliðinu undir uggum fyrsta stundarfjórðung viðureignarinnar í Hertzhöllinni áður en kom að tíu mínútna kafla þar sem Valur skoraði sjö mörk í röð og breytti stöðunni úr 9:7 í 16:7 þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Leikmenn Gróttu áttu góðan kafla síðustu mínútur hálfleiksins þannig að sex marka munur var í hálfleik, eins og áður sagði, 20:14, Val í vil.

Lengst af síðari hálfleiks var fjögurra til sex marka munur, Val í vil, allt þar til á allra síðustu mínútum.
Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Karlotta Óskarsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 3/2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Edda Steingrímsdóttir 3, Bríet Ómarsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 6, 17,6% – Sara Xiao Reykdal 1.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 11/4, Sigríður Hauksdóttir 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13/1, 31,7% – Elísabet Millý Elíasardóttir 0.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -