- Auglýsing -
- Auglýsing -

Náðu í vinning á heimavelli eftir Íslandsför

Elliði Snær Viðarsson og félagar í Gummersbach unnu á heimavelli í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Leikmenn Gummersbach voru ekki lengi að ná úr sér ferðastrengjunum eftir Íslandsferðina. Þeir voru mættir galvaskir á heimavöll sinn í kvöld og unnu þar Eisenach, 34:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Sigurinn færði Gummersbach upp í 5. sæti deildarinnar, alltént að sinni. Liðið er með 10 stig eftir átta leiki og er eitt fimm liða með þann fjölda stiga.

Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum. Ole Pregler var markahæstur með sjö mörk. Lukas Blohme var næstur með sex mörk. Miro Schluroff sem fór á kostum gegn FH og skoraði 10 mörk lét sér nægja að skora tvisvar í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson var að vanda við stjörnvölinn.

Fyrsti sigur Ýmis og félaga

Göppingen, sem Ýmir Örn Gíslason leikur með og er fyrirliði hjá, vann kærkominn sigur á grannliðinu, Bietigheim, 30:25, á heimavelli. Þetta var um leið fyrsti sigurliðsins í deildinni á leiktíðinni. Með honum lyfti Göppingen sér upp í 14. sæti af 18 liðum deildarinnar.

Ýmir Örn skoraði fimm mörk í sex skotum. Honum var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -