- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: El-Deraa, Darmoul, Sostaric, Lagerquist, niðurskurður

Yehia El-Deraa fyrir miðri mynd í leik með Veszprém. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Egypski handknattleiksmaðurinn, Yehia El-Deraa, leikur ekki meira með ungverska meistaraliðinu Veszprém það sem eftir er leiktíðar. Hann sleit krossband í á 11. mínútu í viðureign Veszprém og Fredericia HK í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Elderaa verður þar af leiðandi heldur ekki með egypska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í janúar. 
  • Meiðsli El-Deraa hafa orðið til að síst hefur dregið úr orðrómi um meinta endurkomu Arons Pálmarssonar til Veszprém. Orðrómurinn var reyndar þegar uppi áður en Egyptinn meiddist.
  • Mohamed Darmoul leikstjórnandi þýska liðsins MT Melsungen og landsliðs Túnis meddist alvarlega á hné í viðureign Melsungen og Vardar í Evrópudeildinni í þriðjudagskvöld og leikur ekkert meira á keppnistímabilinu. 
  • Króatíski landsliðsmaðurinn Mario Sostaric hefur skrifað undir nýjan samning við Pick Szeged í Ungverjalandi til næstu fjögurra ára. Í lok samningstímans verður Sostaric búinn að vera í átta ár hjá ungverska liðinu
  • Sænska landsliðskonan Anna Lagerquist hefur samið við Evrópumeistara Györ í Ungverjalandi. Lagerquist sleit krossband í febrúar og er ekki væntanleg út á völlinn aftur fyrr en á næsta ári. Síðast var Lagerquist leikmaður Nantes í Frakklandi en félagið varð gjaldþrota í sumar. 
  • Norska úrvalsdeildarliðið Bergen Handball hefur lækkað laun leikmanna um fjórðung í kjölfar þess að einn helstu bakhjarl liðsins stökk frá borði. Einnig var almennu starfsfólki félagsins sagt upp störfum. Bergen Handball er í fjórða sæti úrvalsdeildar karla að loknum sex umferðum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -