Karlalið Selfoss í handknattleik var ekki í vandræðum með að tryggja sér stigin tvö gegn HK2 í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik. Leikið var Sethöllinni á Selfossi og var tíu marka munur á liðunum þegar frá var horfið, 37:27. Selfossliðið var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:11.
Jón Þórarinn Þorsteinsson markvörður Selfoss átti stórleik og varði 22 skot. Árni Ísleifsson og Alvaro Mallols Fernandez voru markahæstir heimamanna með sex mörk hvor. Haukur Ingi Hauksson lét mest að sér kveða hjá HK. Hann skoraði sex mörk.
Með sigrinum færðist Selfoss upp í 5. sæti Grill 66-deildarinnar með sex stig af 10 mögulegum. HK-ingar hafa ekki náð sér á strik til þessa og reka lestina án stga. Þeir verða að bíta í skjaldarrendur í næstu viðureignum.
Fimmtu umferð Grill 66-deildar lýkur á morgun þegar Fram2 og Víkingur eigast við í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal klukkan 16.
Mörk Selfoss: Árni Ísleifsson 6, Alvaro Mallols Fernandez 6, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Jason Dagur Þórisson 4, Hákon Garri Gestsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Patrekur Þór Öfjörð 2, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Anton Breki Hjaltason 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 22, Ísak Kristinn Jónsson 1.
Mörk HK2: Haukur Ingi Hauksson 6, Ingibert Snær Erlingsson 5, Örn Alexandersson 5, Ágúst Guðmundsson 4, Tumi Steinn Andrason 4, Kristófer Stefánsson 3.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 11.
Tölfræði HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.