- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra er byrjuð að láta til sín taka með Metzingen

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona og leikmaður TuS Metzingen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Sandra Erlingsdóttir mætti galvösk til leiks með TuS Metzingen gegn Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik þremur mánuðum eftir að hafa fætt fyrsta barn sitt. Þetta var um leið fyrsti leikur hennar með TuS Metzingen frá því á síðasta ári en Sandra dró sig í hlé frá handbolta fljótlega eftir að hafa tekið þátt í heimsmeistaramótinu með íslenska landsliðinu í desember á síðasta ári.

„Ég fékk síðustu fimm mínúturnar,“ sagði Sandra eldhress í svari við skilaboðum frá handbolta.is.

Sandra skoraði eitt mark úr vítakasti í leiknum sem TuS Metzingen vann með yfirburðum, 41:29, en um var að ræða fyrsta sigur liðsins í deildinni á leiktíðinni.

„Það var fínt að fá að koma aðeins inn á völlinn. Ég vona að hlutverk mitt verði stærra þegar líður á,“ sagði Sandra sem valin var í 19 kvenna æfingahóp landsliðsins fyrir helgina en landsliðið kemur saman til æfinga á mánudaginn hér á landi.

Uppselt á sigurleik

Spurð hvernig hún hafi kunnað við sig á vellinum eftir langa fjarveru svaraði Sandra: „Bara vel. Það var uppselt í höllina sem var gaman í viðbót við sigur í fyrsta leik,“ sagði Sandra Erlingsdóttir sem verður væntanlega eitthvað með landsliðinu í vináttuleikjunum við pólska landsliðið á föstudag og laugardag eftir viku.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -