- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Níu mörk er hellingur“

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfar og Maksim Akbachev aðstoðarþjálfari Hauka . Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


„Ég veit ekki, það kemur í ljós en vissulega hefðum við viljað hafa sigurinn stærri miðað við þá stöðu sem komin var upp þegar við vorum með 15 marka forskot. Níu mörk er hellingur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að Haukar unnu finnska liðið HC Cocks, 35:26, í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á Ásvöllum. Síðari leikurinn fer fram í Riihimäki norður af Helsinki á laugardaginn.

Má ekki slaka á

Cocks-menn skoruðu sex síðustu mörk leiksins í kvöld en staða þeirra var hreint afleit lengst af leiksins. „Lokakaflinn sýnir okkur að um leið og slakað er á þá gengur andstæðingurinn á lagið. Cocks er með gott lið sem við getum ekki leyft okkur annað en að leika af fullum krafti gegn,“ sagði Ásgeir Örn sem var ánægður með leik sinna manna í leiknum. Ekki síst varnarleikinn í fyrri hálfleik þegar leikmenn Hauka lásu margrar sóknaraðgerðir finnska liðsins eins og opna bók.

Mikil orka í mönnum

„Varnarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik. Það var mikil orka og ákefð í mönnum. Um leið var markvarslan góð. Þá þurfti Cocks að taka áhættu og leika meðal annars sjö á sex sem gerði að verkum að við skoruðum auðveld mörk hjá þeim. Allt hjálpast þetta að,“ sagði Ásgeir Örn.

Fjölbreyttur sóknarleikur

„Ég var einnig ánægður með margt í sóknarleiknum sem var mun betri en í síðustu leikjum okkar í deildinni hér heima. Flott mörk og fjölbreyttur sóknarleikur. Við erum að vinna í okkar málum. Sóknarleikurinn í kvöld var eitt skref á braut framfara. Næstu dagar fara síðan í að búa okkur undir síðari leikinn ytra á laugardaginn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka léttur á brún og brá þegar handbolti.is hitti hann að máli.

Til Helsinki á föstudag

Haukaliðið flýgur til Helsinki á föstudaginn, leikur á laugardaginn í Riihimäki og fer heim á sunnudagin. Enginn leikur verður hjá Haukum í Olísdeildinni þessa vikuna en viðureign FH og Hauka í áttundu umferð fór fram 23. september.

Leikur Hauka ytra á laugardaginn verður 120. Evrópuleikur karlaliðs félagsins. Aðeins Valur hefur tekið þátt í fleiri Evrópuleikjum, 131.

Sjá einnig:

Haukar mæta fjölþjóðlegu finnsku liði HC Cocks í 119. Evrópuleik félagsins

Cocksliðar skoruðu sex síðustu mörkin – Haukar unnu með níu marka mun

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -