- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið kemur saman í dag – tveir heimaleikir síðar í vikunni

Sandra Erlingsdóttir og Thea Imani Sturludóttir landsliðskonur. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Kvennalandsliðið í handknattleik kemur saman til fyrstu æfingar í dag vegna undirbúnings fyrir vináttuleikina tvo gegn Pólverjum sem standa fyrir dyrum næstu helgi. Fyrri viðureignin fer fram í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal föstudaginn og hefst klukkan 20.15. Daginn eftir mætast liðin í Sethöllinni á Selfossi klukkan 16. Frítt er á leikina. Leikirnir eru þeir síðustu hjá kvennalandsliðinu hér á landi fyrir Evrópumótið.

Leikirnir og æfingarnar í vikunni er einn liður í undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst í lok nóvember. Íslenska landsliðið verður í riðli með landsliðum Hollands, Úkraínu og Þýskalands. Leikir riðilsins fara fram í Innsbruck í Austurríki, 29. nóvember, 1. og 3. desember.

Steinunn Björnsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Andrea Jacobsen verða með landsliðinu í leikjunum á EM. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Einn nýliði

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi fyrir helgina 19 konur til þátttöku í æfingunum í vikunni og í leikjunum tveimur við Pólland. M.a. var einn nýliði, Dana Björg Guðmundsdóttir leikmaður Volda í Noregi. Eftir nokkra fjarveru voru Berglind Þorsteinsdóttir, Fram, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukum, og Sandra Erlingsdóttir valdar í hópinn. Sandra lék sinn fyrsta leik með TuS Metzingen á laugardaginn eftir að hafa fætt son um miðjan júlí.

Sandra Erlingsdóttir er mætt til leiks á ný eftir barnsburð. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Mætum á völlinn!

Báðar viðureignir verða senda út á Handboltapassanum en rétt er að hvetja alla til þess að mæta á leikina á föstudag og laugardag og sýna landsliðinu fullan stuðning í þeim verkefnum sem framundan eru. Frítt er á leikina.

Síðustu leikir landsliðsins fyrir EM verða í Sviss nokkrum dögum áður en Evrópumótið hefst.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -