- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti leikur Íslands á EM verður gegn Hollendingum

Kvennalandsliðið í handknattleik. Fyrsti leikurinn á EM verður 29. nóvember gegn Hollendingum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fyrsti leikur kvennalandsliðsins í handknattleik á Evrópumótinu verður föstudaginn 29. nóvember gegn Hollendingum. Til stendur að flautað verði til leiks klukkan 17 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki. Síðar um kvöldið eigast við Þýskaland og Úkraína.

Sjá einnig:
Íslenska landsliðið leikur í Innsbruck á EM 2024
„Við getum látið okkar hlakka til EM“

Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Úkraínu 1. desember klukkan 19.30. Tveimur sólarhringum síðar mætast Ísland og Þýskaland í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Tvö lið komast áfram í milliriðla en tvö halda heim á leið eftir riðlakeppnina.

Evrópumót kvenna í handknattleik hefst 28. nóvember og lýkur 15. desember. Austurríki, Ungverjaland og Sviss halda mótið í sameiningu.

Ísland tekur þátt í EM kvenna í fyrsta sinn í 12 ár.

Miðasala EM kvenna.

Handknattleikssamband Evrópu gaf út í morgun leikjadagskrá Evrópumótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -