- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Á enn óklárað verkefni hjá Veszprém“

Aron Pálmarsson í leik með Veszprém árið 2017. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


„Ég á enn óklárað verkefni hjá Veszprém, og ég er spenntur fyrir að fá tækifæri til að klára það. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Veszprém en minningarnar úr Kaplakrika síðan í vor munu líka ylja mér í vetur,“ segir Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kjölfar þess að staðfest voru vistaskipti hans til ungverska meistaraliðsins Veszprém í morgun.

Aron lék með Veszprém frá 2015 til 2017 og var tvisvar ungverskur meistari auk þess að vera í liði félagsins sem tapaði fyrir Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2016.

„Eftir ógleymanlegt ár með félaginu hef ég tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Veszprém í Ungverjalandi og mun ekki taka frekari þátt með FH á þessu tímabili,“ segir Aron ennfremur í tilkynningu sinni.

„Þegar ég gekk til liðs við FH í fyrra hafði ég eitt aðalmarkmið í huga – að verða Íslandsmeistari. Við náðum því markmiði saman, og ég er ólýsanlega stoltur af því afreki.
Ferðalagið hefur verið fullt af áskorunum, sigrum og ógleymanlegum minningum. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegan stuðning. Þetta er árangur sem við náðum saman, og það skiptir mig miklu máli.

Þrátt fyrir að ég sé að yfirgefa félagið núna mun ég alltaf líta á Kaplakrika sem mitt annað heimili. Ég vil þakka leikmönnum, þjálfurum, stjórninni, sjálfboðaliðum og öllum stuðningsmönnum FH fyrir ykkar ómældu vinnu og stuðning.

Við erum öll ríkjandi Íslandsmeistarar og FH mun halda áfram að vera það stórveldi í íslenskum handbolta sem það hefur alltaf verið.

Ég er líka sérstaklega þakklátur fjölskyldu minni og mínum allra nánustu fyrir að styðja mig heilshugar í þessari ákvörðun. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt.

Ég á enn óklárað verkefni hjá Veszprém, og ég er spenntur fyrir að fá tækifæri til að klára það. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Veszprém en minningarnar úr Kaplakrika síðan í vor munu líka ylja mér í vetur.

Bless í bili – og áfram FH!

Aron Pálmarsson, FH-ingur.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -