- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hoxer, N’Guessan, Saeverås, Carlén, Weber, Al Ahly

Danin Mads Hoxer t.h. undrandi á svip í leik Aalborg og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Örvhenta skyttan Mads Hoxer leikur ekki með Aalborg Håndbold a.m.k. næstu fimm mánuði vegna meiðsla í öxl. Fjarvera hans er högg fyrir dönsku meistarana enda er Hoxer öflugasta örvhenta skytta liðsins. Hann lék afar stórt hlutverk í leikjum úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í vor þar sem Aalborg lék til úrslita.  Einnig þótti líklegt að Hoxer yrði hin örvhenta skyttan í danska landsliðinu á HM í janúar. 
  • Timothey N’Guessan tilkynnti í gær að hann gæfi ekki oftar kost á sér í franska landsliðið í handknattleik. N’Guessan er 32 ára gamall og hefur leikið með Barcelona í átta ár. Hann hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá þjálfurum franska landsliðsins og þar af leiðandi aðeins leikið rúmlega 70 landsleiki á 12 ára tímabili. Mörgum þótti sérstakt að N’Guessan var ekki í franska landsliðinu á ÓL í sumar eftir mjög gott tímabil með Barcelona. 
  • Norski markvörðurinn Kristian Saeverås kveður þýska liðið Leipzig næsta sumar eftir því sem fram kom í þýskum fjölmiðlum í gær. Hermt er að Rúnar Sigtryggsson og hans menn í Leipzig hafi í hyggju að klófesta tékkneska landsliðsmarkvörðinn Tomáš Mrkva sem væntanlega verður ekki áfram hjá THW Kiel þegar samningurinn rennur út næsta sumar. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas hefur þegar samið við Kiel frá og með næsta sumri auk þess sem Andreas Wolff kom til félagsins í sumar sem leið. 
  • Oscar Carlén hefur framlengt samning sinn um þjálfun Ystads IF til ársins 2028. Carlén hefur þjálfað liðið í fimm ár, nánast síðan hann neyddist til þess að leggja skóna á hilluna alltof snemma vegna þrálátra meiðsla.
  • Ystads-liðið hefur gert það gott undir stjórn Carlén og varð m.a. meistari 2022 og bikarmeistari í vor. Um þessar mundir er Ystads efst í sænsku úrvalsdeildinni og leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
  • Austurríski handknattleiksmaðurinn Robert Weber tilkynnti í á laugardag að hann leiki ekki fleiri landsleiki eftir 20 ár með landsliðinu Austurríkis. Weber hefur leikið 228 landsleiki og skorað 990 mörk. Fyrsti landsleikurinn var í Innsbruck 19. nóvember 2004 gegn ítalska landsliðinu. Austurríska liðið vann leikinn með 10 marka mun, 30:20. Weber skoraði þrjú mörk. Hann var í úrvalsliði EM í Þýskalandi í upphafi ársins. 
  • Egypska liðið Al Ahly varð á sunnudaginn Afríkumeistari félagsliða í sjöunda sinn og undirstrikaði að þriðja sæti á HM félagsliða fyrir nokkru síðan var engin tilviljun. Daninn Stefan Madsen virðist vera að gera það gott með liðinu en hann tók við þjálfun þess í sumar í kjölfar þess er hann hætti með danska meistaraliðið Aalborg Håndbold.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -