- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Undirbúningur er hafinn fyrir leikina við Pólland

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fer yfir málin með leikmönnum fyrir æfingu. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -


Kvennlandsliðið í handknattleik kom saman til fyrstu æfingar að þessu sinni í gær í Víkinni og hóf þar með undirbúning sinn fyrir vináttuleiki sína gegn Póllandi á föstudag og laugardag.

Hópurinn fundaði með þjálfarateyminu þar sem línurnar voru lagðar fyrir næstu daga. Frábær stemning er í hópnum og mikil eftirvænting fyrir leikjunum næstu helgi.

Leikirnir gegn Póllandi eru liður í undirbúningi hópsins fyrir EM 2024 sem fram fer í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi í lok nóvember. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn hollenska landsliðinu föstudaginn 29. nóvember.

Fyrri viðureign Íslands og Póllands fer fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram í Úlfarsárdal, á föstudaginn kl. 20.15. Síðari viðureignin verður daginn eftir í Set höllinni á Selfossi kl. 16.

Frítt er inn á báða leiki. Þeir verða einnig sendir út í beinni útsendingu á Handboltapassanum.

Sjá einnig: Kvennalandsliðið kemur saman í dag – tveir heimaleikir síðar í vikunni

Leikmennirnir 19 sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja eru:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (61/2).
Hafdís Renötudóttir, Val (60/4).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín, Fram (2/0).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (54/81).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (26/5).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda Handball (0/0).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (54/73).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (14/39).
Eín Rósa Magnúsdóttir, Val (21/45).
Elísa Elíasdóttir, Val (17/15).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (17/11).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu (2/1).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (50/104).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukum (115/244).
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (32/145).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (49/67).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (92/66).
Thea Imani Sturludóttir, Val (80/171).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (139/401).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -