- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dönsku meistararnir fara með tvö stig heim frá Póllandi – myndskeið

Thomas Arnoldsen t.h. skoraði níu mörk í Kielce í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Eftir sigur á norsku meisturunum í Kolstad í Þrándheimi fyrir viku þá tapaði pólska liðið Indurstria Kielce í kvöld fyrir Danmerkurmeisturum Aalborg, 35:28, á heimavelli í sjöttu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki.
Danska liðið lék afar vel í vel, ekki síst í sókninni þar sem leikmenn pólska liðsins fengu ekki við neitt ráðið.

Ungstirnið Thomas Arnoldsen var markahæstur hjá Aalborg Håndbold með níu mörk. Jack Thurin var næstu með sjö mörk.

Arkadiusz Moryto og Jore Maqueda skoruðu fimm mörk hvor fyrir Kielce. Maqueda má leika með liðinu í Meistaradeildinni þótt hann sé í þriggja leikja banni í pólsku deildinni fyrir að bíta andstæðing í kappleik á dögunum.

Fabian Norsten stóð sig vel í marki Álaborgarliðsins og varði 15 skot, þar af eitt vítakast, 35%.

Nantes tyllti sér í annað sæti B-riðils með því að leggja RK Zagreb í Nantes, 32:29. Franska liðið hefur átta stig, er tveimur stigum á eftir Barcelona sem er efst. Barcelona tekur á móti Þýskalandsmeisturum Magdeburg á morgun.

Julien Bos skoraði sjö mörk fyrr Nants og Ivano Pavlovic skoraði einnig sjö mörk fyrir Zagreb-liðið.

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -