Áfram verður leikið í 8. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Reykjavíkurliðin Fram og Valur mætast á heimavelli Fram, Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal klukkan 18. Áttundu umferð lýkur á morgun með viðureign ÍBV og KA í Vestmannaeyjum.
Einnig fer einn leikur fram í Grill 66-deild karla. Selfyssingar sækja Víkinga heim í Safamýri klukkan 19.30. Leikmenn beggja liða eru stórhuga á tímabilinu. Þess vegna má reikna með að lítið verði gefið eftir í Safamýri.
Fyrsti landsleikurinn fer fram í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal í kvöld þegar kvennalandslið Íslands og Póllands eigast við. Flautað verður til leiks klukkan 20.15. Þetta er fyrri viðureign liðanna hér á landi og mikilvægur þáttur í undirbúningi beggja landsliða fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst síðla í næsta mánuði.
Ókeypis aðgangur er á landsleikinn í kvöld og einnig á morgun þegar liðin mætast í Sethöllinni á Selfossi klukkan 16.
Leikir í kvöld
Vináttulandsleikur kvenna:
Lambhagahöllin: Ísland – Pólland, kl. 20.15.
-Aðgangur á leikinn er án endurgjalds.
Olísdeild karla:
Lambhagahöllin: Fram – Valur, kl. 18.
Staðan næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Safamýri: Víkingur – Selfoss, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.