- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísak skellti í lás í síðari hálfleik

Ísak Steinsson markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Drammen. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK
- Auglýsing -


Ísak Steinsson markvörður Drammen skellti nánast í lás í síðari hálfleik þegar liðið vann Holon Yuvalim HC frá Ísrael öðru sinni í 32 liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Drammen í dag, 35:22. Drammen vann einnig fyrri viðureignina sem leikin var í gær, 35:29, og því samanlagt með 19 marka mun, 70:51.

Yfir 50% varsla

Ísak leysti félaga sinn Oscar Larsen Syvertsen af í hálfleik í leiknum í dag. Ísak varði 10 skot af 19 sem hann fékk á markið sitt, 52,6%. Syvertsen náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik.
Viktor Petersen Norberg skoraði tvö af mörkum Drammenliðsins.

Drammen var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13.

Báðar viðureignir Drammen og Holon Yuvalim HC fóru fram fyrir luktum dyrum til þess að tryggja öryggi leikmanna, einkum þeirra ísraelsku.

Eins og kom fram í gærkvöld varði Ísak 8 skot, 26%, í sex marka sigri, 35:29, Drammen í fyrri viðureigninni. Viktor skoraði þá fimm mörk.

Ólafur Örn Haraldsson formaður dómaranefndar HSÍ stóð í ströngu en hann var eftirlitsmaður EHF á leikjunum.

Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar á þriðjudaginn. A.m.k. nöfn þriggja liða sem tengjast Íslendingum verða í skálunum, þ.e. Haukar, Drammen og ØIF Arendal.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -