Tveir leikmenn eru markahæstir í Olísdeild karla í handknattleik að loknum átta umferðum. ÍR-ingurinn ungi, Baldur Fritz Bjarnason, og Jón Ómar Gíslason úr Gróttu hafa skorað 68 mörk hvor, eða liðlega átta mörk að jafnaði í leik fram til þessa.
Framarinn Reynir Þór Stefánsson er næstur á eftir með 59 mörk. Aðeins þremur mörkum á eftir Reyni Þór er samherji hans úr 20 ára landsliðinu frá í sumar sem leið, Skarphéðinn Ívar Einarsson, sem farið hefur mikinn með Haukum.
ÍR-ingurinn Bernard Kristján Owusu Darkoh er fimmti leikmaðurinn sem skoraði hefur fleiri en 50 mörk það sem af er keppni í Olísdeild karla.
Hér fyrir neðan eru þeir sem skorað hafa 35 mörk eða fleiri fram til þessa:
Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, 68.
Jón Ómar Gíslason, Gróttu, 68.
Reynir Þór Stefánsson, Fram, 59.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum, 56.
Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR, 54.
Birgir Steinn Jónsson, Aftureldingu 49.
Ívar Logi Styrmisson, Fram, 48.
Dagur Árni Heimisson, KA, 47.
Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, 47.
Blær Hinriksson, Aftureldingu, 46.
Björgvin Páll Rúnarsson, Fjölni, 45.
Sigurður Jefferson Guarino, HK, 45.
Bjarni Í Selvindi, Val, 43.
Ihor Kopyshynskyi, Aftureldingu, 43.
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, 41.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 39.
Ísak Gústafsson, Val, 39.
Jakob Ingi Stefánsson, Gróttu, 38.
Leó Snær Pétursson, HK, 38.
Rúnar Kárason, Fram, 37.
Össur Haraldsson, Haukum, 35.
Næstu leikir í Olísdeild karla:
31. okótber: ÍR – ÍBV.
31. október: KA – Stjarnan.
31. október: Fram – HK.
31. október: Haukar – Fjölnir.
1. nóvember: Grótta – Valur.
2. nóvember: Afturelding – FH.