- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mørk í fæðingarorlof – mætir aftur til leiks næsta haust

Norska landsliðskonan Nora Mørk. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska landsliðskonan Nora Mørk leikur ekki fleiri leiki á keppnistímabilinu. Mørk tilkynnti um helgina að hún væri ólétt og ætti von á sínu fyrsta barni í maí á næsta ári. Mörk, sem er 33 ára gömul, hefur verið í leyfi frá handknattleik síðan snemma tímabils.

Þar með er alveg ljóst að enn fleiri breytingar verða á norska kvennalandsliðinu þegar það tekur þátt í Evrópumótinu sem hefst eftir mánuð. Mótið verður það síðast hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Norska landsliðið varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.

Auk Mørk er Veronika Kristiansen einnig barnshafandi og Stine Oftedal hætti eftir Ólympíuleikana í sumar.
Mørk er samningsbundin Danmerkurmeisturum Esbjerg fram á mitt árið 2026 og hyggst mæta galvösk til leiks í upphafi næsta tímabils.

Mørk hefur oft orðið markadrottning stórmóta og einnig verið á meðal þeirra sem á hvað flestar stoðsendingar.

Unnustinn sleit krosband

Unnusti Mørk, sænski handknattleiksmaðurinn Jerry Tollbring, sleit krossband í kappleik í síðustu viku og leikur ekki aftur með Füchse Berlin fyrr en eftir ár. Þau munu þar með hafa góðan tíma til þess að huga að komu barsins áður en það kemur í heiminn í maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -