Andri Finnsson leikmaður Vals tekur út leikbann annað kvöld þegar Valur sækir Gróttu heim í 9. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Fyrr í vikunni var Andri úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.
Andra var sýnt rautt spjald í leik Fram og Vals í 8. umferð Olísdeildar á síðasta föstudag. „Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 1. mgr. 11. sömu reglugerðar,” segir úrskurðinum.
Orfeus fékk einn leik
Orfeus Andreou leikmaður Víðis hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Mílunnar og Víðis í 2. deild karla á sunnudaginn. Hann verður að súpa seyðið af framkomu sinni og taka út eins leiks bann, eftir því sem fram kemur í úrskurði aganefndar.
Hlynur Steinn Bogason leikmaður Mílunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í fyrrgreindri viðureign Mílunnar og Víðis. Hann sleppur með skrekkinn en er minntur á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.