- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðskonurnar létu til sín taka – þriðji sigurinn í röð

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir komu mikið við sögu þegar lið þeirra Blomberg-Lippe vann HSG Bensheim-Auerbach, 28:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Ulmenallee-íþróttahöllinni í Blomberg. Þetta var þriðji sigur Blomberg-Lippe í röð.

Díana Dögg skoraði fjögur mörk, átti eina stoðsendingu, náði einu frákasti og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
Andrea skoraði tvö mörk, gaf tvær stoðsendingar og var aðsópsmikil við varnarleikinn en komst hjá því að vera send í kælingu.

Andrea og Díana Dögg eru jafnt og þétt að falla betur inn í leik Blomberg-Lippe en báðar gengu þær til liðs við félagið í sumar.

Með sigrinum færðist Blomberg-Lippe upp í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með átta stig að loknum sex leikjum. Liðið stendur jafnfætis HB Ludwigsburg, Oldenburg og Thüringen HC að stigum. HB Ludwigsburg og Oldenburg eiga leiki til góða sem fram eiga að fara í dag.

Dortmund er efst

Dortmund er efst í deildinni með 11 stig eftir sex viðureignir en liðið vann meistara síðustu ára, HB Ludwigsburg (áður Bietigheim), á miðvikudagskvöld.

HSG Bensheim-Auerbach er tveimur stigum á eftir í sjötta sæti.

Bikarmeistarar TuS Metzingen sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona leikur með situr í sjöunda sæti með fimm stig.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -