HK er áfram með í toppbaráttu Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Berserkjum í Kórnum í gær, 32:14, eftir að hafa verið 10 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:5.
HK-ingar hafa þar með unnið sér inn níu stig í sex leikjum eins og Afturelding og KA/Þór. Akureyrarliðið á leik til góða sem fram fer í dag þegar FH kemur í heimsókn til Akureyrar.
Því miður var viðureignin í gær fremur ójöfn enda eru liðin á ólíkum stað í deildinni.
Berglind Gunnarsdóttir, sem nýverið gekk til liðs við HK á nýjan leik eftir að hafa reynt fyrir sér hjá ÍR og Val, skoraði sjö mörk í sínum fyrsta leik eftir félagaskiptin.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 7, Jóhanna Lind Jónasdóttir 5, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Inga Fanney Hauksdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1, Stella Jónsdóttir 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 8, Íris Eva Gísladóttir 4.
Mörk Berserkja: Thelma Lind Victorsdóttir 6, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir 2, Katrín Hallgrímsdóttir 2, Arna Sól Orradóttir 1, Birta Líf Haraldsdóttir 1.
Varin skot: Sólveig Katla Magnúsdóttir 9, María Ingunn Þorsteinsdóttir 2.
Grill 66-deild kvenna – fréttasíða.