- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hreinn úrslitaleikur framundan – vart á bætandi

Stefan Madsen þjálfari Aalborg og nánasti samstarfsmaður Arnórs Atlasonar aðstoðarþjálfara. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold í handknattleik karla misstu vænlega stöðu niður í tap í annarri viðureign sinni við Bjerrginbro/Silkeborg um danska meistaratitilinn í handknattleik í gærkvöld. Þar með verður ekki hjá því komist að liðin mætist í hreinum úrslitaleik um meistaratitilinn sem settur hefur verið á dagskrá á miðvikudaginn eftir viku. Vart var á bætandi annasama leikjadagskrá Álaborgarliðsins.

Stefan Madsen þjálfari Aalborg var mættur til leiks í gærkvöld en hann varð að sitja heima í fyrsta leiknum í liðinni viku vegna sóttkvíar. Arnór Atlason stjórnaði þá Álaborgarliðinu til sigurs á heimavelli, 37:34. Í gær var Aalborg þremur mörkum yfir, 27:24, þegar átta mínútur voru eftir. Allt fór í skrúfuna hjá liðinu á lokakaflanum og heimamenn í Bjerringbro/Silkeborg náðu að kreista fram sigur, 30:29.


Eins og áður segir var vart á bætandi á leikjadagskrá Aalborg Håndbold næstu daga en hún er sem hér segir:

12. júní, undanúrslit í Meistaradeild Evrópu, leikur við PSG.
13. júní, úrslitaleikur eða bronsleikur í Meistaradeild Evrópu.
16. júní, úrslitaleikur um danska meistaratitilinn við Bjerringbro/Silkeborg.
19. júní, undanúrslitaleikur í dönsku bikarkeppninni við GOG.
20. júní, úrslitaleikur eða bronsleikur í dönsku bikarkeppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -