- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór Jóhann og Sigurður Páll úrskurðaðir í leikbann

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs HK var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar eftir leik Fram og HK í Olís deild karla síðasta fimmtudag, segir í úrskurði aganefndar sem birtur er á heimasíðu HSÍ.

Halldór Jóhann var mjög ósáttur við að sigurmark Fram, 26:25, í viðureign HK var dæmt gilt og lét óánægju sína í ljós. Þótti hann fara yfir mörkin í þeim efnum að mati dómara leiksins.

Halldór Jóhann tekur út leikbann þegar HK sækir Val heim í Olísdeild karla föstudaginn 15. nóvember.

Sigurður fer einnig í bann

Sigurður Páll Matthíasson leikmaður Víkings var einnig úrskurðaður í eins leik bann vegna útilokunar með skýrslu sökum grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Hvíta riddarans og Víkings í Powerade-bikarkeppni karla föstudaginn 1. nóvember.
Sigurður Páll tekur út leikbann þegar Víkingar mæta Haukum2 á Ásvöllum föstudaginn 15. nóvember í Grill 66-deild karla.

Mál annarra sem tekin voru fyrir á fundi aganefndar að þessu sinni voru afgreidd án leikbanna en með áminningu afleiðinga af stighækkandi áhrifum útilokana.

Úrskurðinn er finna hér fyrir neðan:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -