- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viljum fá góða tilfinningu fyrir næsta stórmót

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari og Arnór Atlason aðstoðar landsliðsþjálfari. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Við verðum að nýta þessa daga sem við náum saman mjög vel, strákarnir þekkja það eins vel og við. Það skiptir okkur miklu máli að leika vel og vinna leikina til þess að vinna riðilinn og leggja þar með grunn að því að komast inn á EM. Þar á ofan er stutt þangað til HM hefst. Við viljum fá góða tilfinningu fyrir leik okkar fyrir næsta stórmót,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik um leikina tvo sem framundan eru hjá landsliðinu í undankeppni EM þá viku sem landsliðið verður saman að þessu sinni. 

Viljum mjakast á rétta átt

„Við viljum sjá að hlutirnir séu að mjakast í rétt átt svo stuttu fyrir stórmót. Þess vegna fókusum við fyrst og fremst á okkur sjálfa,“ segir Snorri Steinn sem teflir sveit sinni fram í kvöld í Laugardalshöll gegn Bosníu í fyrsta leik undankeppni EM. Síðari viðureignin í þessari lotu undankeppninnar verður við landslið Georgíu sunnudaginn í Tíblisi.

Bosníumenn eiga fullt af góðum leikmönnum sem leika víða með góðum liðum. Einnig eiga þeir talsvert af ungum mönnum sem eru að brjótast fram á sjónarsviðið

Miklar breytingar

„Að einhverju leyti rennum við blint í sjóinn varðandi landslið Bosníu sem hefur gengið í gegnum nokkra endurnýjun upp á síðkastið. Fyrst og fremst vil ég sjá okkur leika vel, af krafti og einbeitingu. Takist það er ég bjartsýnn fyrir leikinn í Höllinni,“ segir Snorri Steinn ennfremur. 

„Bosníumenn eiga fullt af góðum leikmönnum sem leika víða með góðum liðum. Einnig eiga þeir talsvert af ungum mönnum sem eru að brjótast fram á sjónarsviðið. Hlutirnir snúa hinsvegar að okkur. Þannig er það bara í íþróttum að ef menn slaka á og bera ekki virðingu fyrir andstæðingnum þá lenda menn í vandræðum. Við verðum að sýna fagmennsku á því sviði. Þar fyrir utan erum við að berjast við það að taka framförum, verða betri sem lið og koma okkur á stað sem við viljum vera á. Góð lið gefa yfirleitt ekki færi á sér og við eigum ekki að gera það í leiknum við Bosníu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. 

A-landslið karla – fréttasíða.

Viðureign Íslands og Bosníu hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19.30. Þeir sem ekki komast í Laugardalshöll geta fylgst með útsendingu RÚV frá leiknum eða textalýsingu handbolta.is.

- Ísland er í riðli með Bosníu, Georgíu og Grikklandi í undankeppni Evrópumótsins 2026. Framundan eru tveir leikir hjá íslenska liðinu í undankeppninni. Auk leiksins við Bosníu í kvöld mætir íslenska landsliðið Georgíumönnum í Tíblisi á sunnudaginn. 
- Næstu leikir íslenska landsliðsins verða um miðjan mars, heima og heiman gegn Grikklandi. Undankeppninni lýkur í byrjun maí með leikjum við Bosníu ytra og heima á móti Georgíu.
- Undankeppni EM er leikin í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum. Tvö efstu lið hvers riðils tryggir sér farseðilinn í lokakeppni EM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Einnig komast fjögur landslið sem hafna í þriðja sæti í lokakeppnina.
- Þegar hefur verið ákveðið að íslenska landsliðið leiki í riðli sem fram fer í Kristianstad takist liðinu að tryggja sér þátttökurétt.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -