- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grikkir unnu Georgíumenn í háspennuleik – Tskhovrebadze skoraði 11

Girogi Tskhovrebadze t.v. sem gantast við Elliða Snæ Viðarsson skoraði 11 mörk fyrir Georgíu gegn Grikkjum í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Nikolas Passias tryggði Grikkjum sigur á Georgíu í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Chalkida í Grikklandi í kvöld, 27:26. Passias skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok í æsilega spennandi leik. Girogi Tskhovrebadze hafði jafnað metin fyrir Georgíu 17 sekúndum fyrir leikslok með 11. marki sínu í leiknum og vonir stóðu til að hann hefði tryggt Georgíu annað stigið. Sú varð ekki raunin.

Georgíumenn voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12, í rífandi góðri stemningu í Chalkida í Grikklandi. Síðari hálfleikur var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda.

Nikolas Liapis skoraði sjö mörk fyrir Grikki eins og Achilleas Toskas. Áðurnefndur Tskhovrebadze, sem leikur einnig með Gummersbach, var markahæstur hjá landsliði Georgíu með 11 mörk í 19 skotum. Tiemuraz Orjonikidze var næstur með fimm mörk.

Georgía á sunnudaginn

Íslenska landsliðið mætir Georgíumönnum í Tíblisi á sunnudaginn klukkan 14 en Grikkir sækja Bosníumenn heim.

Áður en að þeim viðureignum kemur mætir íslenska landsliðið bosníska landsliðinu í Laugardalshöll klukkan 19.30. Uppselt er á leikinn í kvöld en textalýsing verður á handbolti.is og eins sjónvarpsútsending hjá RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -