„Þetta var torsótt. Þeir eru bara með hörkulið og ekkert sjálfgefið að vinna þá og allra síst svona öruggt og það var hjá okkur þegar allt kom til alls,” sagði Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir sex marka sigur íslenska landsliðsins, 32:26, á Bosníu í Laugardalshöll í kvöld í 1. umferð undankeppni EM 2026.
„Mér fannst við flottir í síðari hálfleik. Steini var geggjaður, rosalega flottur. Auk þess fengum við betra flæði í sóknarleikinn í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Þá náðum við hreyfa þá meira og opna vörnina,” sagði Óðinn Þór sem var ekki ánægður með fyrri hálfleikinn en staðan að honum loknum var jöfn, 12:12.
„Við vorum með of marga tæknifeila og létum þá stöðva okkur mikið. Varnarleikurinn var góður allan tímann. Það var margt gott í þessum leik,” sagði Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik. Hann skoraði fimm mörk í leiknum, þar af eitt úr vítakasti.
Flugeldasýning Þorsteins Leós tryggði sigur