- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Haukar fara austur á Selfoss og tveir í Grill 66-deild kvenna

Eyþór Lárusson, þjálfari kvennaliðs Selfoss fær Hauka i heimsókn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Annar leikur áttundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld í Sethöllinni á Selfossi þegar Haukar sækja lið Selfoss heim. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Selfossliðið lék síðast á mánudaginn gegn Fram í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins en Haukar voru á ferðinni í Eyjum á síðasta laugardag hvar liðið vann öruggan sigur, 26:20. Eftir sigurinn eru Haukar með 10 stig eins og Fram sem á ekki leik fyrr en á morgun. Selfoss er í fjórða sæti með sex stig.


Áttunda umferð hófst á þriðjudaginn með viðureign Vals og ÍR í Skógarseli. Valur vann þann leik, 31:23.

Einnig verða tveir leikir í Grill 66-deild kvenna í kvöld, annarsvegar í Fjölnishöll og hinsvegar í Víkinni.

Allir leikir kvöldsins verða aðgengilegir í Handboltapassanum.

Leikir kvöldsins

Olísdeild kvenna:
Sethöllin: Selfoss – Haukar, kl. 19.30.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Grill 66-deild kvenna:
Fjölnishöll: Fjölnir – Afturelding, kl. 19.30.
Víkin: Berserkir – Valur2, kl. 20.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -