- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Benedikt Gunnar fór til Georgíu – Gísli Þorgeir varð eftir heima

Arnór Atlason aðstoðarþjálfari og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson skrifar frá München – [email protected]

Benedikt Gunnar Óskarsson var kallaður inn í íslenska landsliðið handknattleik sem fór til Georgíu í morgun í stað Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem vegna meiðsla getur ekki tekið þátt í leiknum í Tíblisi á sunnudaginn í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla. Að sögn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara þá finnur Gísli Þorgeir til eymsla í öxl og ekki þótti ráðlegt að hafa hann með úr því að hann getur ekki beitt sér af fullum þunga.


Meiðsli Gísla Þorgeirs munu ekki vera alvarleg en hann varð fyrir hnjaski í viðureign Magdeburg og RK Zagreb í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Fimmtán af þeim sextán leikmönnum sem tóku þátt í sigurleiknum við Bosníu á miðvikdagskvöld fór með auk Benedikts Gunnars sem leikið hefur tvo landsleiki.

Staldrað við í München

Íslenska landsliðið kom til München í hádeginu í dag og heldur áfram seint í kvöld með flugi til Tíblisi. Komið verður á leiðarenda eftir miðja nótt að staðartíma. Æft verður í keppnishöllinni Tíblisi síðdegis á morgun. Viðureign Íslands og Georgíu í annarri umferð EM 2026 hefst klukkan 14 á sunnudaginn, 18 að staðartíma í Tíblisi.

Áður en haldið verður til Tíblisi munu leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins safna kröftum á hóteli nærri flugvellinum í höfuðborg Bæjaralands.

Georgíumenn töpuðu fyrir Grikkjum í fyrstu umferð undankeppninnar á miðvikudaginn í Grikklandi, 27:26.

Íslenski landsliðshópurinn sem fór til Georgíu er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur, 272/24.
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock, 59/1.
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen, 99/100.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad, 2/0.
Bjarki Már Elísson, Veszprém, 117/397.
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK, 13/4.
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen, 78/183.
Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti, 34/47.
Janus Daði Smárason, Pick Szeged, 85/135
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen 42/128.
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, 87/311.
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting, 15/38.
Sveinn Jóhannsson, Kolstad, 13/24.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto 4/9.
Viggó Kristjánsson, Leipzig, 58/163.
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen, 91/36.

Handbolti.is slóst í hópinn með íslenska landsliðinu til Tíblisi og mun flytja fréttir og viðtöl af vettvangi næstu daga.

A-landslið karla – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -