- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfari Kríu flýgur á vit nýrra ævintýra

Lárus Gunnarsson er fluttur heim eftir árs dvöl í Noregi. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Lárus Gunnarsson verður ekki þjálfari Kríu í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Hann  hefur verið ráðinn þjálfari norska 2. deildarliðsins, eða C-deildarliðsins, Bergsöy í Noregi til næstu þriggja ára. Lárus tekur við starfinu af Einari Jónssyni sem mun stýra Fram í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili.

Frá komu Lárusar er greint á Facebook-síðu Bergsöy í dag en færsluna er að finna neðst í þessari frétt.

Óvíst er enn hver tekur við þjálfun Kríuliðsins sem í síðustu viku vann sér sæti í Olísdeildinni eftir umspil.

Bergsöy er í ríflega þrjú þúsund manna bær, Fosnavås í Mæri og Raumsdalsfylki á vesturströnd Noregs.

Bergsöy lék ekkert á síðustu leiktíð þar sem keppni lá niðri allt keppnistímabilið í deildunum fyrir neðan þær tvær efstu í kvenna-, og karlaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -