- Auglýsing -
Gríski landsliðsmaðurinn Christos Kederis hefur þegar í stað verið leystur undan samningi hjá Herði á Ísafirði. Frá þessu segir félagið í dag en hann gekk til liðs Hörð fyrir leiktíðina eftir fimm ára veru hjá AEK Aþenu. AEK lék til úrslita við Olympiakos um gríska meistaratitilinn í vor.
Kederis, sem er vinstri hornamaður, lék fimm leiki með Herði í Grill 66-deildinni og skoraði 14 mörk. Ekki kemur fram í tilkynningu Harðar hvað taki við landsliðsmanninum.
Kederis var m.a. í gríska landsliðinu sem mætti Georgíu og Bosníu í undankeppni EM 2026 í síðustu viku og í gær en einnig lék hann með gríska landsliðnu í vináttuleikjum við íslenska landsliðið í mars á þessu ári, svo dæmi sé tekið.
- Auglýsing -