- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar og Valur geta ekki mæst í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins

Mynd/EHF
- Auglýsing -


Haukar og Valur verða saman í flokki tvö þegar dregið verður í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna á morgun. Það þýðir að liðin geta ekki dregist saman. Átta lið eru í flokki eitt en úr þeim flokki verða andstæðingar íslensku liðanna dregnir. Hafist verður handa við að draga klukkan 10 á morgun.


Leikir 16-liða úrslit eiga að fara fram 11. og 12. janúar annarsvegar og 18. og 19. janúar hinsvegar.

Flokkur 1:
WAT Atzgersdorf (Austurríki).
Caja Rural Aula Valladolid (Spánn).
Malaga Costa del Sol (Spánn).
WHC Cair Skopje (Norður-Makedónía).
JuRo Unirek VZV (Holland).
Madeira Andebol SAD (Portúgal).
MSK IUVENTA Michalovce (Slóvakía).
HC Galychanka Lviv (Úkraína).

Flokkur 2:
Haukar.
Valur.

DHC Slavia Praha (Tékkland).
Hazena Kynzvart (Tékkland).
Conservas Orbe Zendal Bm Porrino (Spánn).
A.C. PAOK (Grikkland).
O.F.N. Ionias (Grikkland).
MKS Urbis Gniezno (Pólland).

32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar lauk í gær og í fyrsta sinn eru tvö íslensk félagslið í 16-liða úrslitum.

Evrópubikarkeppni kvenna, fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -