Óskar Bjarni Óskarsson hættir þjálfun karlaliðs Vals á næsta sumar og snýr sér að öðrum störfum innan félagsins. Við starfi Óskars tekur Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik kvenna. Ekki kemur fram hver verður næsti þjálfari Íslands- og bikarmeistara Val í kvennaflokki.
Frá þessu greindi Valur í framhjáhlaupi á samfélagsmiðlum í morgun í framhaldi af kynningu félagsins á Evrópuleik karlaliðs Vals við HC Vardar í fimmtu umferð Evrópudeildarinnar á heimvelli annað kvöld klukkan 19.45.
Lokaverkefni
„Ég tilkynnti stjórn Vals fyrir um mánuði að núverandi tímabil yrði lokaverkefni mitt, ekki reyndar hjá Val. Ég fer í önnur verkefni,“ segir Óskar Bjarni í fyrrgreindi tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi verið viðloðandi þjálfaratreymi meistaraflokks karla í 26 ár. Á þeim tíma er Óskar Bjarni orðinn einn sigursælasti þjálfarinn í sögu Vals.
Þjálfað í átta ár
„Ákvöðunin var ekki einföld,“ segir Ágúst Þór í tilkynningunni góðu sem áður er getið. „Eftir að hafa hugsað málið um stund. Tvennt kemur þar til; ég er áttunda tímabili með kvennaliðið og að ég hef samanlagt verið þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val í 14 ár. Með það í huga þá held ég að leikmenn hafi gott af því að fá nýja áskorun að sama skapi sem ég hef einnig gott að því að breyta til og takast á við eitthvað nýtt. Ekki er það verra að ég geti breytt til innan sama félags, Val, þar sem mér hefur liðið einstaklega vel,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson verðandi þjálfari karlaliðs Vals áðurnefndri tilkynningu sem lesendur geta kynnt sér nánar hér fyrir neðan.